Menu
Massaman karrí með kjúklingi

Massaman karrí með kjúklingi

Massaman karrí er kjúklingaréttur frá Tailandi með kartöflum, salthnetum og lime-laufum sem hentar mjög vel bæði fyrir börn og fullorðna þar sem hann er ekki sterkur. Ef þig langar í meiri hita er um að gera að bæta við chiliflögum og já.. bara meira af öllu.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
massaman karríblanda (3-4 msk.)
kókosmjólk
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
gulir laukar
gulrætur (3-4)
kartöflur
cm engifer, smátt skorið
hnetusmjör
salthnetur
rauð papríka skorin í litla bita
fiskisósa (2-3 msk.)
hrásykur eða pálmasykur
tamarindsósa (eða 2 msk. limesafi og 1 msk. púðursykur)
teningar af grænmetiskrafti eða kjúklingakrafti (1-2 teningar eftir smekk)
lime-lauf (eða eftir smekk)
smjör

Meðlæti

Hrísgrjón
Salat

Skref1

  • Skerið engiferið smátt og gulræturnar í sneiðar.
  • Skerið laukinn i frekar stóra bita.
  • Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í minni bita.
  • Skerið kjúklingabringurnar í bita.
  • Hitið smjör í potti eða pönnu.
  • Setjið 2 stórar matskeiðar af massaman karrípaste á pönnuna ásamt engiferinu og gulrótarbitunum.
  • Látið hitna á pönnunni og bætið svo við laukinn og steikið saman þar til laukurinn hefur fengið á sig fallegan lit.

Skref2

  • Setjið kjúklingabitana saman við og brúnið þá með lauknum.
  • Það er nóg að brúna kjúklingabitana þar sem þeir eiga eftir sjóða hvort er.
  • Bætið kartöflum saman við og hellið kókosmjólkinni og rjómanum út í ásamt fiskisósunni, hrásykrinum, hnetusmjörinu, tamarindsósunni og grænmetiskraftinum.
  • Hrærið í og lækkið hitann undir svo rétturinn nái að rétt svo malla.
  • Bætið lime-laufunum og salthnetunum saman við og látið sjóða með réttinum.

Skref3

  • Smakkið til og bætið við meira af massaman kryddblöndu, hetusmjöri eða t.d. limelaufum ef ykkur hentar.
  • Látið malla í rúmlega 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar er soðnar.
  • Í lokin er 35 g (u.þ.b. 2 msk.) af smjöri bætt út í réttinn til að fá mýkt í áferðina og gott bragð.
  • Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal