Pizzadeig:
- Hrærið sykri, þurrgeri og volgu vatni saman í hrærivélarskálinni og leyfið að standa í um 8-10 mínútur þar til gerið fer að bólgna og leysast upp.
- Hellið þá olíunni, saltinu og hveitinu saman við og hnoðið með króknum í nokkrar mínútur.
- Setjið vel af matarolíu í botninn á ofnskúffu, alveg nálægt 50 ml.
- Fletjið deigið aðeins út á borðinu, lyftið því yfir á ofnskúffuna og þjappið og ýtið því með lófunum og fingrunum þar til það fyllir botninn á skúffunni.
- Setjið plast yfir og leyfið að hefast í um 30 mínútur.
- Þjappið þá miðjunni af botninum niður og ýtið aðeins upp á kantana, hitið ofninn í 220°C og setjið áleggið á á meðan ofninn hitnar.
Samsetning:
- Steikið beikonkurlið og geymið.
- Smyrjið vel af pizzasósu á botninn.
- Stráið um helmingnum af rifnu ostunum yfir botninn, rífið piparostinn þá niður ofan á þá og setjið skvettur af rjómaosti hér og þar.
- Stráið beikonkurli yfir ostana og raðið pepperoni yfir og stráið þá restinni af rifnu ostunum yfir og kryddið með pipar og óreganó.
- Bakið í um 20-22 mínútur eða þar til kantarnir fara að brúnast.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir