Það er alltaf frekar sniðugt að gefa uppskriftum yfirskrift, þær geta ekki verið of langar og alls ekki of stuttar. Margt sem þarf að rúmast innan skilgreiningarinnar, því fá orð þurfa að geta sagt margt. Það á við um þessa uppskrift.
Þetta er ostaídýfa með kjúklingi þar sem mexíkóskt yfirbragð svífur yfir vötnum. Hún hefur margþætta eiginleika, því hún getur staðið ein og sér sem ídýfa borin fram með nachos, flögum, kexi, grænmeti. Verið sett fram sem pastasósa. Eða hún getur verið fylling í tortillur sem eru hitaðar. Svo getur hún farið í tartalettur. Og að lokum eins og hér; borin fram í litlum tortillum sem eru bakaðar í múffuformi. Erum við ekki öll hrifin af svona uppskriftum sem geta þjónað ýmsum tilgangi?
kjúklingabringur eða 1 heill kjúklingur | |
ólífuolía | |
stór rauðlaukur, smátt skorinn | |
rauð paprika, smátt skorin | |
gul paprika, smátt skorin | |
ferskt chilli, smátt skorið (má sleppa) | |
mexíkókryddblanda að eigin vali | |
kjúklingasoð (1-2 dl) | |
mexíkóostur, gróft rifinn | |
Gamli rjómaosturinn | |
rjómi frá Gott í matinn (1-2 dl) | |
rifinn cheddarostur frá Gott í matinn | |
mjúkar litlar tortillur |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir