Það veitir svo sannarlega ekki af því að fá hugmyndir að einföldum og bragðgóðum kvöldmat sem hentar allri fjölskyldunni. Þessi kjúklingabaka er með einfaldari kjúklingaréttum sem hægt er að útbúa og að auki er hann ótrúlega góður og stútfullur af próteini. Það er hægt að flýta enn meira fyrir sér og nota kjöt af tilbúnum kjúklingi sem hægt er að grípa með sér í mörgum verslunum eða jafnvel nota afganga sem gætu leynst í kælinum. Kotasælan og rjómaosturinn sjá til þess að rétturinn sé extra djúsí og próteinríkur.