Menu
Mexíkósk kjúklingasúpa með rjómaosti

Mexíkósk kjúklingasúpa með rjómaosti

Mexíkóskar kjúklingasúpur eru í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum og hér leikur rjómaostur með grillaðri papriku og chilli stórt hlutverk og gefur súpunni einstakt bragð og silkimjúka áferð.

Innihald

4 skammtar
rauð paprika
blaðlaukur
laukur
kjúklingabringur
Heinz Chili sósa (340 g)
hakkaðir tómatar (1 ½ dós)
vatn
rjómaostur með grillaðri papriku og chili
rjómi frá Gott í matinn
salt, pipar og hvítlauksduft
kjúklingakraftur
ólífuolía til steikingar

Meðlæti

sýrður rjómi frá Gott í matinn
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
nachosflögur

Skref1

  • Skerið papriku í strimla og saxið blaðlauk og lauk.
  • Setjið til hliðar og geymið.
  • Skerið kjúklinginn niður í munnstóra bita, steikið léttilega í pottinum upp úr ólífuolíu.
  • Kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti og leggið svo til hliðar.

Skref2

  • Steikið nú grænmetið í sama potti, bætið við olíu og kryddið eftir smekk.
  • Þegar grænmetið mýkist má blanda chili sósunni, hökkuðum tómötum, vatni og rjómaosti saman við og hræra þar til rjómaosturinn er bráðinn saman við súpuna.
  • Ef þið viljið má skella töfrasprota ofan í pottinn og mauka súpuna til að gefa henni enn mýkri áferð, farið bara varlega og gætið þess að súpan slettist ekki á neinn.
  • Loks má setja kjúklingakjötið og rjómann í pottinn og leyfa að malla aðeins áfram, kryddið til með krafti og kryddum.

Skref3

  • Berið Mexíkósúpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachosflögum.
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir