Menu
Mexíkósk lagbaka

Mexíkósk lagbaka

Ekta matur til að leyfa fjölskyldumeðlimum og öllum aldri að spreyta sig á.

Innihald

4 skammtar
Gott nautahakk
Olía til steikingar
Laukur, smátt saxaður
Rauð paprika, smátt söxuð
Gul paprika, smátt söxuð
Bréf af mexíkóskri kryddblöndu á nautahakk
Maísbaunir
Nýrnabaunir
Rjómaostur frá Gott í matinn
Rjómi frá Gott í matinn
Pokar af soðnum hrísgrjónum
Poki gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Mýkið lauk og papriku í smá olíu á pönnu. Tekur um 10 mínútur.
  • Bætið nautahakki saman við á pönnuna og látið brúnast.
  • Kryddið.
  • Setjið baunir saman við og hrærið.

Skref2

  • Hrærið rjómaost saman við nautahakksblönduna á pönnunni.
  • Þynnið með rjóma.

Skref3

  • Verið búin að sjóða 2 poka af hrísgrjónum og láta renna vel af þeim.

Skref4

  • Takið fram gott form, með háum brúnum sem má fara í ofn.
  • Setjið lag af hrísgrjónum í botninn.
  • Þá lag af nautahakksblöndunni og smá rifinn ost yfir.
  • Endurtakið að vild og á meðan að af hráefninu er nóg.
  • Ljúkið með lagi af rifnum osti.
  • Stingið í heitan ofn og bakið í 30 mínútur.
  • Berið fram með flögum, guacamole eða hverju sem þið viljið.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir