Menu
Mexíkóskt kjúklingalasanja

Mexíkóskt kjúklingalasanja

Mexíkóskur matur klikkar seint og hér er á ferðinni einföld uppskrift að mexíkósku kjúklingalasanja sem tilvalið er að skella í þegar von er á gestum í mat.

Innihald

6 skammtar
heill eldaður kjúklingur (líka gott að nota hakk)
gular baunir
nýrnabaunir
kotasæla (stór d´oS0
krukka salsasósa
niðursoðnir tómatar
Jalapeno eftir smekk
laukur
cayenne pipar
hvítlaukssalt
pokar Pizzaostur frá Gott í matinn
tortillakökur (4-6 stk. fer eftir stærð)

Toppur, eftir að lasanjað kemur út:

18% Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Ferskur kóríander
Graslaukur
Avocado

Aðferð

  • Ofninn er hitaður í 180 gráður
  • Fínt að hækka upp í 200 síðustu 5 mínúturnar til að dekkja ostinn ef hann er ekki orðinn brúnleitur
  • Kjúklingurinn er rifinn niður.
  • Í stóra skál er öllu blandað saman nema það sem fer á toppinn í lokin.
  • Blandan fer síðan í stórt eldfast form sitt á hvað með tortilla kökunum og smá osti á milli.
  • Blandan fer fyrst í formið því kökurnar gætu brunnið við það.
  • Síðan er endað á blöndunni og rétturinn settur inn í ofn.
  • Þegar rétturinn hefur verið inni í um 10-15 mínútur er fínt að strá restinni af ostinum yfir.
  • Borið fram eitt og sér eða með nachos.
Aðferð

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir