Skref1
- Kryddið kjúklingabringurnar með taco kryddinu og hitið pönnu með smá olíu við meðalhita.
- Steikið bringurnar í um 7 mínútur á hvorri hlið, eða þar til eldaðar í gegn.
- Takið þá af pönnunni og setjið á disk.
- Bætið örlítilli olíu á pönnuna ef þarf og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann mýkist aðeins.
- Bætið kryddunum á pönnuna og steikið þau aðeins.
Skref2
- Hellið tómötunum, soðinu og tómatpúrru á pönnuna og hleypið suðunni upp.
- Smakkið til með salti og pipar. Leyfið að sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur.
- Maukið sósuna með töfrasprota eða í blandara (má sleppa þessu líka).
Skref3
- Setjið smávegis af kjötsósunni í botninn á formi eða djúpri pönnu sem þolir að fara í ofn.
- Leggið tortillakökur ofan á, því næst meiri kjötsósu, smá sýrðan rjóma, rifinn ost og aftur tortillakökur.
- Í þessa uppskrift fara 6 tortillakökur sem voru skornar niður og skipt í þrjú lög.
- Endið á kjötsósu, sýrðum rjóma og osti.
Skref4
- Bakið í ofni við 180 gráður í 25 mínútur.
- Stráið fersku kóríander og muldum fetakubbi yfir og berið fram t.d. með guacamole og nachosflögum.
Guacamole aðferð
- Skerið lárperurnar (avocado) í tvennt og fjarlægið steininn.
- Skerið í lárperurnar með hníf þannig að þið myndið frekar stóra teninga, skafið hana svo úr hýðinu með matskeið í stóra skál.
- Blandið öllu vel saman og smakkið til með salti og sítrónusafa.
- Við viljum hafa okkar guacamole frekar gróft, ef þið viljið ekki svona grófa áferð getið þið t.d. stappað það með gaffli.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir