Menu
Mexíkóskt lasanja

Mexíkóskt lasanja

Lasanja með mexíkósku yfirbragði sem hentar bæði hversdags og þegar von er á gestum í mat. Gott að bera fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og avocado.

Innihald

6 skammtar
matar- eða ólífu
rauðlaukur, fínsaxaður
hvítlauksrif, marin
nautahakk
cumin
kóríander
kanill
chilíkrydd
tómatpúrra
tómatpassata
sjávarsalt og svartur pipar
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
Óðals cheddarostur, rifinn
tortillakökur 6-8 stk
ferskur kóríander, saxaður, eftir smekk

Meðlæti

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn

Aðferð

  • Stillið ofninn á 200°.
  • Steikið laukana upp úr olíu á stórri pönnu. Bætið hakkinu út í. Kryddið.
  • Setjið tómatpúrru og tómatpassata saman við og látið malla í 10 mínútur. Smakkið til með pipar og salti.
  • Blandið ostunum saman í skál.
  • Olíuberið stórt eldfast mót. Raðið 3-4 tortillakökum í botninn.
  • Allt í lagi að klippa þær til ef þurfa þykir. Látið kökurnar ná upp á barma formsins.
  • Hellið helmingnum af hakkinu ofan á.
  • Sáldrið síðan helmingnum af ostablöndunni yfir. Leggið aðrar 3-4 tortillakökur ofan á og svo restina af hakkinu og loks það sem eftir er af ostinum. Bakið í 20-25 mínútur.
  • Sáldrið kóríander yfir og berið fram með sýrðum rjóma og salati.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir