Menu
Mexíkósúpa

Mexíkósúpa

Það er fátt betra yfir vetrartímann en að gæða sér á góðri súpu, en þær er bæði einfalt að útbúa og svo skemmir ekki fyrir ef það verður afgangur því þá þarf ekki að elda daginn eftir. Svo verða súpur yfirleitt betri daginn eftir og ekki er það nú verra.

Innihald

8 skammtar
rauðlaukar
hvítlauksrif, rifin niður
rauður ferskur chilipipar
vatn
kjúklingakrafts teningar
kjötkrafts teningar
cayenne pipar (setja 1/2 fyrst og smakka svo)
niðursoðnir tómatar, skornir smátt
ferskir tómatar, skornir í grófa bita
matreiðslurjómi (meira fyrir sælkera)
kjúklingabringur
Salt og pipar

Meðlæti:

Sýrður rjómi frá Gott í matnn
Rifinn ostur frá Gott í matinn
Nachos flögur

Skref1

  • Setjið eina msk. af ólífuolíu í stóran pott. Skerið rauðlaukinn gróflega niður og steikið hann í pottinum.
  • Bætið hvítlauknum saman við og hrærið, passið að hvítlaukurinn brenni ekki.
  • Þegar rauðlaukurinn er aðeins farinn að brúnast bætið þið restinni saman við.
  • Byrjið á því að setja niðursoðnu tómatana saman við ásamt vatninu og kjúklinga- og kjötkraftinum.
  • Bætið svo saman við Cayenne piparnum, chilipiparnum og fersku tómötunum.

Skref2

  • Steikið kjúklinginn á sér pönnu með smá salti og pipar.
  • Best er að setja kjúklinginn saman við þegar súpan er alveg að verða tilbúin.
  • Smakkið súpuna og bætið við pipar, salti eða Cayenne pipar eftir smekk.
  • Ef ykkur finnst súpan of bragðlítil getið þið bætt við kryddum eins og Cayenne pipar. Hann gerir súpuna sterkari.
  • Ef ykkur finnst hún vera orðin of sterk þá bætið þið bara aðeins meira af rjóma saman við.
  • Berið fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir