Menu
Mjúk súkkulaðikaka með pekantoppi

Mjúk súkkulaðikaka með pekantoppi

Þessi er alveg dúndur góð, þá séstaklega þegar það er ný búið að hella heitri karamellusósunni yfir og hennar notið með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Innihald

6 skammtar

Súkkulaðibotn:

hveiti
sykur
bökunarkakó
lyftiduft
matarsódi
egg
mjólk
brætt smjör
vanilludropar
volgt vatn
salt á hnífsoddi

Pekanhnetu og kókoskröst:

pekanhnetur
gróft brotnar kókosflögur
sykur
brætt smjör
saltflögur

Karamellusósa:

sykur
vatn
rjómi frá Gott í matinn

Súkkulaðibotn

  • Ofninn er hitaður 170 gráður blástur og bökunarpappír settur í botninn á kökuforminu eða það vel smurt.
  • Í skál fer hveiti, sykur, kakó, matarsóti, lyftiduft og salt.
  • Þurrefnunum er blandað saman og síðan er rest bætt út í og hrært saman þar til allt hefur blandast vel.
  • Deigið er næst sett í smurt formið og bakað í um 40 mínútur eða þar til það er hægt að stinga í kökuna og það festist ekkert deig á gafflinum.
  • Þá er kakan tekin út og hún kæld á borði amk 10 mínútur áður en hún er tekin úr forminu.

Pekanhnetu og kókoskröst

  • Gott er að setja pekanhneturnar og kókosflögurnar inn í ofn á meðan kakan er að kólna.
  • Smjörið er brætt.
  • Pekanhnetunum og kókosflögunum er vellt upp úr bræddu smjöri, sykri og salti.
  • Þá næst er því dreyft vel á bökunarplötu og bakað í ofni við 180 gráður í 10-15 mínútur eða þar til það er komin góður litur.

Karamellusósa

  • Sykur og vatn fer saman í pott og hitað við háan hita.
  • Í annan pott fer rjóminn og hann hitaður á lágum hita.
  • Hrærið vel í sykurvatninu og þegar það er farið að taka vel lit þá er potturinn tekinn af hellunni og rjómanum helt varlega út í á meðan þið hrærið á fullu.
  • Stingið göt á kökuna með gaffli, dreifið pekanhnetukröstinu yfir og hellið að lokum volgri karamellusósunni yfir.
Karamellusósa

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir