Aðferð
- Hrærið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður ljós og létt.
- Bætið sykri saman við og hrærið vel saman.
- Setjið egg og vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Gott er að skafa hliðar skálarinnar hér.
- Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og setjið saman við deigið smátt og smátt í einu.
- Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman, passið ykkur þó að hræra ekki of mikið.
- Skerið niður súkkulaði í grófa bita og blandið saman við.
- Setjið deigið í skál með plastfilmu yfir og kælið í rúma 1-2 klst.
- Takið deigið út og leyfið því að jafna sig í rúmar 15 mínútur.
- Setjið bökunarpappír á tvær bökunarplötur, myndið jafnstórar kúlur úr deiginu og raðið með jöfnu millibili á plöturnar.
- Þrýstið örlítið niður á hverja köku með fingrunum.
- Bakið í 10 mínútur við 170 gráðu hita.
- Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær af bökunarplötunni og setjið í box svo þær haldist mjúkar.
- Kökurnar eru einstaklega góðar heitar með ískaldri mjólk.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir