Skref1
- Raðið bollakökuformunum á bökunarplötu.
- Hrærið smjör og sykur vel saman þangað til blandan verður ljós og létt.
- Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.
- Blandið hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni, setjið smá af hvoru tveggja og hrærið á milli.
- Bætið m&m saman við og hrærið með sleif.
- Setjið deigið í formin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3.
- Bakið í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar að lit.
Skref2
- Svo búum við til smjörkremið.
- Hrærið smjörið þangað til það er orðið mjúkt og fínt.
- Bætið smá og smá af flórsykri saman við og hrærið vel á milli.
- Bætið saman við vanilludropum og rjóma og hrærið vel.
- Bætið saman við m&m bitunum.
Skref3
- Þegar kökurnar hafa verið kældar þá er kremið sett á.
- Gott er að setja eina matskeið ofan á hverja köku og skreyta með m&m, en einnig er hægt er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka og stút að eigin vali.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir