Menu
Möffins með kaffijógúrt

Möffins með kaffijógúrt

Einfaldar og einstaklega mjúkar möffins sem innihalda Óskajógúrt með kaffibragði. 

Innihald

24 skammtar
220 g smjör við stofuhita
390 g sykur
3 stk. egg
2 stk. Óskajógúrt með kaffibragði
470 g hveiti
12 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
2 tsk. vanilludropar
100 g saxað suðusúkkulaði

Skref1

  • Hitið ofninn 175°C.

Skref2

  • Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.

Skref3

  • Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli.

Skref4

  • Setjið þá þurrefnin, vanilludropana og jógúrtið saman við og blandið vel.

Skref5

  • Vefjið að lokum súkkulaðinu í blönduna með sleif og skiptið niður í form.
  • Bakið í um 20 mínútur.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir