Skref2
- Bætið næst tómatsósu, rjóma og oregano á pönnuna, blandið vel saman og lækkið síðan hitann á meðan þið útbúið hvítu sósuna (sjá næsta skref).
Skref1
- Leggið lasagna plöturnar í bleyti í kalt vatn á meðan annað er undirbúið.
- Hitið ofninn í 200°C og smyrjið eldfast mót að innan með smjöri.
- Saxið laukinn smátt og steikið upp úr 70 g af smjöri þar til hann mýkist, bætið þá hakkinu á pönnuna og steikið við háan hita þar til það er vel brúnað og allur vökvi hefur gufað upp, kryddið eftir smekk.
Skref3
- Bræðið smjörið í potti og sáldrið hveitinu þá saman við til að útbúa smjörbollu.
- Bætið mjólkinni saman við hægt og rólega og pískið saman allan tímann, hrærið vel þar til þykkur jafningur hefur myndast og slökkvið þá á hellunni og saltið.
Skref4
- Raðið síðan í eldfasta mótið; sósa, lasagna plötur, sósa, hakk (helmingurinn), sósa, lasagnaplötur, sósa, hakk (hinn helmingurinn), sósa, lasagnaplötur, sósa og loks vel af Gouda osti (26%) sem þið rífið niður.
- Setjið síðan í ofninn í um 25 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
- Gott er að bera lasagne fram með fersku salati og baguette brauði/hvítlauksbrauði.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir