Menu
Möndlukökur með súkkulaði

Möndlukökur með súkkulaði

Innihald

25 skammtar
hveiti
lyftiduft
salt
smjör við stofuhita
möndlusmjör (h-berg)
púðursykur
sykur
egg
möndlur með hýði, saxaðar gróft
súkkulaði, saxað gróft

Aðferð

  • Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál, hrærið og setjið til hliðar.
  • Setjið smjör og möndlusmjör í skál og hrærið þar til smjörið hefur blandast vel saman og orðið mjúkt og slétt.
  • Bætið púðursykri og sykri saman við og hrærið, skafið hliðarnar vel á skálinni svo allt blandist vel saman.
  • Hrærið þar til blandan verður  ljós og létt.
  • Setjið egg og vanilludropa saman við og hrærið.
  • Blandið hveitiblöndunni saman við deigið, smátt og smátt í einu o g hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Saxið möndlurnar og súkkulaðið gróflega niður og blandið saman við deigið.
  • Myndið kúlur úr rúmlega 1 matskeið af deigi í hverja köku og raðið með jöfnu millibili á bökunarplötu með smjörpappír.
  • Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar hafa náð fallegum gulbrúnum lit.
  • Kælið kökurnar í 10 mínútur áður en þið takið þær af bökunarplötunni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir