Aðferð
- Pískið eggin og mjólkina saman og kryddið með salti og pipar.
- Bræðið smjör á pönnu, skerið tómatana í tvennt og steikið upp úr smjörinu þar til þeir brúnast aðeins. Kryddið með salti og pipar.
- Hellið eggjunum yfir.
- Skerið mozzarella ostinn í litla teninga og dreifið svo yfir.
- Setjið lok á pönnuna og eldið þar til eggin eru bökuð í gegn eða stingið inn í bakarofn undir grill og eldið þar til tilbúið.
- Stráið að lokum fersku söxuðu basil yfir og skreytið með ferskum tómötum.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir