Menu
Mozzarella jólakrans

Mozzarella jólakrans

Jólin nálgast og hvað er betra en bjóða fjölskyldu og vinum upp á næringarríka forrétti eða meðlæti með jólamatnum, í jólaboðið eða hittinginn. Mozzarellakúlur henta einstaklega vel í fallegan og bragðgóðan jólakrans sem setur skemmtilegan svip á veisluborðið á aðventunni.

Innihald

1 skammtar
mozzarella kúlur (2x180 g)
litlir tómatar
klettasalat
fersk basilíka
ólífuolía
balsamik gljái

Aðferð

  • Byrjaðu á því að raða klettasalatinu í hring á kringlóttan disk eða stærri flöt.
  • Magnið fer algjörlega eftir stærð.
  • Ég var með bæði venjulegar mozzarella kúlur og einnig mozzarella kúlur með basilíku sem ég raðaði á hringinn.
  • Hellti svo olíu og balsamik gljáanum yfir.

Höfundur: Helga Magga