Aðferð
- Hitið ofninn í 200°C
- Skerið brauðið á ská í sneiðar, penslið með ólífuolíu, stráið hvítlauksdufti og grófu salti yfir. Ristið í um 2 mínútur í ofni við 200°C.
- Skerið Mozzarella kúlurnar í tvennt og dreifið yfir hverja sneið (um það bil 3 helmingar á hverri sneið) og setjið aftur í ofninn í um 2 mínútur og leyfið ostinum aðeins að bráðna.
- Skerið kirsuberjatómata til helminga og saxið góða lúku af ferskri basiliku, blandið saman í skál með um ½ msk. af ólífuolíu.
- Dreifið yfir snitturnar og njótið.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir