Menu
Mozzarella snjókarlar

Mozzarella snjókarlar

Litlir og sætir jóla snjókarlar sem smakkast líka einstaklega vel. Snjókarlarnir eru ótrúlega vinsælir hjá börnum og gaman að útbúa þá með þeim. 

Innihald

1 skammtar
mozzarella kúlur
litlir tómatar
fersk basilíka
gulrót
svört sesamfræ
trépinnar

Aðferð

  • Skerið örltíð af tómötunum og raðið þeim fyrst á pinnana.
  • Skerið nokkrar mozzarella kúlur í sneiðar og setjið eina sneið á hvern trépinna sem húfukant.
  • Næst fer hausinn á, eða heil mozzarella kúla.
  • Brjótið eitt basilíkublað saman sem trefil og setjið því næst aðra mozzarella kúlu.
  • Svörtu sesamfræin eru notuð fyrir augu, munn og hnappa á magann. Einnig er hægt að nota svartan pipar eða svart kökuskraut í augun, eða hvað sem ykkur dettur í hug.
  • Skerið lítinn bita af gulrót og notið fyrir nef.
  • Raðið á bakka, berið fram og njótið.
Aðferð

Höfundur: Helga Magga