Menu
Mozzarella túlípanar

Mozzarella túlípanar

Tómatar og mozzarella fara afar vel saman! Um daginn rakst ég á þessa hugmynd á netinu og hreinlega varð að prófa. Þetta var einfalt og fallegt og vöndurinn var ekki lengi að hverfa á þessu heimili! Gott er að bera túlípantabúntið fram með ristuðu baguette og pestó.

Innihald

1 skammtar
kirsuberjatómatar
mozzarellakúlur
basilíka til skrauts

Meðlæti

baguette og pestó

Aðferð

  • Skerið kross ofan í hvern tómat, ekki alveg niður heldur eins og ¾ af honum.
  • Skafið innan úr með endanum á skeið eftir fremsta megni.
  • Komið einni mozzarellakúlu fyrir í tómatinum og stingið grillpinna í gegn um hvoru tveggja.
  • Endurtakið og raðið í fallegt glas, skreytið með basilíkulaufum.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir