Menu
Nachosdýfa

Nachosdýfa

Fersk og góð nachosdýfa sem hentar vel í saumaklúbbinn eða partýið eða bara hvenær sem er. 

Innihald

1 skammtar
sýrður rjómi frá Gott í matinn
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, við stofuhita
salsasósa
taco kryddblanda
iceberghaus, meðalstór
stórir tómatar
Óðals Cheddar ostur
ólífur, skornar í sneiðar

Skref1

  • Setjið sýrðan rjóma, rjómaost, salsasósu og tacokrydd í hrærivél og þeytið saman þar til kekkjalaus blanda myndast.
  • Hellið blöndunni í fallegt fat/skál/bakka.

Skref2

  • Saxið iceberg kálið smátt, skerið tómatana í teninga og rífið ostinn fínt.
  • Stráið grænmetinu og því næst ostinum yfir salsablönduna.

Skref3

  • Að lokum fara skornar ólífur yfir ostinn og gott er að plasta og kæla dýfuna í að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram.
  • Berið fram með stökkum nacos flögum.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir