Menu
Næturgrautur með ab mjólk

Næturgrautur með ab mjólk

Næturgrautar, eða overnight-oats, hafa verið feykivinsælir um þónokkurn tíma enda henta þeir einstaklega vel fyrir þau sem vilja skipuleggja sig og eiga tilbúinn morgunmat eða nesti í vinnu og skóla. Það má í raun setja hvað sem er í gautinn og toppa með því sem hugurinn girnist.

Innihald

1 skammtar
haframjöl
chiafræ
Létt ab mjólk frá MS
mjólk
smá salt
vanillu stevia eða önnur sæta, má sleppa
mangó, hindber eða aðrir ávextir

Aðferð

  • Blandið öllu saman í krukku með loki, hristið vel saman eða pískið.
  • Setjið lokið á og geymið í ísskáp yfir nótt
  • Berið fram kalt með berjum og ávöxtum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir