Skref1
- Skerið nautalundina í um 200 g steikur.
- Skerið með litlum hníf inn í hliðina á steikinni, passlega lítið þannig hægt sé að koma þar inn 1/6 bita af camembert.
- Brúnið steikina í smjöri og bakið í ofni við 180°C 6-8 mínútur.
- Gott er að hvíla steikina eftir 5 mínútur og bæta svo við síðustu mínútunum.
- Látið loks steikina standa í 2-3 mínútur áður hún er borin fram.
Skref2
- Leggið villisveppina í bleyti í heitt vatn og látið standa í 15 mínútur.
- Saxið sveppina og villisveppina og brúnið í smjörinu og kryddið með salti og pipar.
- Bætið við rjóma og vatni og látið suðuna koma upp.
- Skerið villisveppaostinn í bita og bætið við. Hrærið vel í.
- Bragðbætið með kjötkrafti ef með þarf.
Skref3
- Bakið kartöflurnar í 45-50 mínútur.
- Látið standa örlítið svo þær kólni lítið eitt.
- Skerið kartöflurnar í tvo helminga og skafið innihaldið úr hýðinu. Geymið hýðið.
- Hrærið saman innihaldið úr kartöflunum með sýrða rjómanum, eggjarauðu og rifnum osti.
- Setjið fyllinguna í hýðið og bakið við 170°C í 12-15 mínútur.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson