Menu
Óðals ostapinnar í sparifötum

Óðals ostapinnar í sparifötum

Hér eru bragðgóðir Óðalsostar skornir í teninga, þræddir upp á pinna með fjölbreyttu meðlæti og bornir fram í kramarhúsum. Fljótleg og skemmtileg hugmynd að rétt í veisluna eða saumaklúbbinn sem hægt er að útbúa á einfaldan hátt og setur skemmtilegan svip á veisluborðið.

Innihald

1 skammtar
Óðals Hávarður krydd
Óðals cheddar
Óðals Tindur
salami eða góð skinka
vínber
konfekttómatar
jarðarber
grissini brauðstangir
möndlur, hnetur, súkkulaði

Skref1

  • Veldu pappír til þess að búa til kramarhús (e. cones).
  • Myndið hring til að klippa út, t.d. er hægt að nota kökudisk til að styðjast við.
  • Klippið hringinn út og myndið kramarhús.
  • Hér er gott að fara á youtube og horfa á myndband hvernig hægt er að gera nokkrar útgáfur af þessu.

Skref2

  • Skerið Óðalsosta að eigin vali niður í teninga sem auðvelt er að setja á spjót, t.d. Hávarð krydd, Tind og Cheddar, en það er gaman að fá mismunandi bragðtegundir og liti í ostana.
  • Þræðið teningana á grill/osta spjót.
  • Þræðið skinku/salami eða annað kjötmeti upp á spjótið og setjið vínber eða tómat ofan á toppinn.

Skref3

  • Skerið jarðarber í tvennt og setjið þau upp á spjót.
  • Gott er að setja hnetur eða möndlur í botninn á kramarhúsinu, raðið svo spjótunum fallega ofan í ásamt grissini brauðstöngum.
  • Einnig er hægt er að setja vínber og tómata á spjót ef þú vilt hafa meiri mat í kramarhúsinu, en hér er gott að láta hugmyndaflugið ráða og nota það sem hugurinn girnist, t.d. fleiri osta, súkkulaði eða makkarónur svo eitthvað sé nefnt.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir