Menu
Ofnbakaðar kartöflur með Óðals Tindi

Ofnbakaðar kartöflur með Óðals Tindi

Það er morgunljóst að kartöflur og ostur passa ótrúlega vel saman. Mér finnst sérstaklega gaman að nota osta eins og Óðals Tind í matargerð sem er þeim kostum gæddur að bráðna vel. 

Innihald

6 skammtar
Kartöflur
Hvítlauksolía
Óðals Tindur
Salt og pipar
Timjan

Skref1

  • Skerið kartöflurnar niður heldur þunnt. Auðvitað má gera það með mandólíni - en það breytir í raun ekki miklu.
  • Kartöflunum er svo velt upp úr hvítlauksolíu. Saltað og piprað.
Skref 1

Skref2

  • Skerið ostinn í smáa bita. 
Skref 2

Skref3

  • Raðið kartöfluskífunum upp, gætið að dreifa ostinum á milli laga.
  • Aðalmálið er að láta kartöflustaflana halda jafnvægi.
  • Skreytið með timjan.
  • Bakið kartöflurnar í þrjú kortér við 180 gráðu hita.
Skref 3

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson