Aðferð
- Byrjið á að útbúa jógúrtsósuna. Hrærið saman hreinu jógúrti, cumini, sítrónusafa og olívuolíu. Smakkið til með pipar og hunangi.
- Stillið ofninn á 200°.
- Setjið kjúklingabringur, rótargrænmeti, lauk og krydd í ofnskúffu. Hellið ólívuolíu yfir og blandið allt varlega saman. Gott að gera með hreinum höndum. Saltið og piprið. Setjið í ofninn og bakið í 15 mínútur. Hrærið þá saman aprikósusultu og edik og hellið yfir réttinn. Látið mest yfir kjúklingabringurnar. Eldið áfram í 15 mínútur.
- Setjið parmesanostinn yfir kjúklingabringurnar og sáldrið síðan öðru meðlæti yfir.
- Berið strax fram með jógúrtsósunni.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir