Aðferð
- Stillið ofninn á 180°.
- Steikið hakkið á pönnu. Bætið baununum og salsasósunni saman við.
- Setjið helminginn af nachosflögunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír eða í stórt eldfast mót. Dreifið helmingnum af hakkblöndunni yfir. Sáldrið næst helmingnum af ostunum ofan á. Bakið í 10 mínútur.
- Takið úr ofninum og sáldrið restinni af nachosflögunum ofan á, þá afganginum af hakkinu og loks hinum helmingnum af ostinum. Setjið aftur í ofninn og bakið áfram í aðrar 10 mínútur.
- Sáldrið þá vorlauk, chillí og kóríander yfir og berið strax fram með sýrðum rjóma og salsasósu.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir