Aðferð
- Steikið beikonið þar til stökkt. Takið af pönnunni og leggið á eldhúsblað.
- Notið fituna sem eftir er á pönnunni til að mýkja laukinn. Látið hann malla á lágum hita undir loki í 15 mínútur. Takið lokið af og látið laukinn eldast áfram í 5 mínútur.
- Sjóðið spergilkálið í léttsöltu vatni í 3 mínútur. Látið vatnið renna af því.
- Pískið saman í stórri skál eggjum og matreiðslurjóma.
- Blandið síðan hinum hráefnum saman við.
- Smyrjið eldfast mót með smjöri og hellið brauðblöndunni í mótið.
- Setjið álpappír yfir og geymið í allt að sólarhring eða bakið strax með álpappírnum við 180° í 20 mínútur, takið þá álpappírinn af og bakið áfram í 20-30 mínútur.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir