Menu
Ofnbakaður fiskur með Dala Kastala - Ketó

Ofnbakaður fiskur með Dala Kastala - Ketó

Innihald

4 skammtar
hvítur fiskur (t.d. þorskur, ýsa eða blálanga) skorinn í bita
spergilkál, skorið í smáa knúpa
rjómi frá Gott í matinn
hvítur eða blár Dala Kastali
möndluflögur
smjör
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð

  • Stillið ofninn á 225°.
  • Raðið fiskbitunum í eldfast mót smurt með smjöri. Saltið og piprið.
  • Sjóðið spergilkálið í eina mínútu og látið vatnið síðan renna vel af því. Setjið á milli fiskbitanna og hellið rjómanum yfir.
  • Myljið ostinn yfir og sáldrið hnetunum ofan á. Bakið í 20 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir