Menu
Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Fljótlegur og bragðgóður fiskréttur. 

Innihald

1 skammtar
ýsa eða þorskur
íslenskt smjör til steikingar
brokkolíhaus
blómkálshaus
rauðar paprikur
gul paprika
poki rifinn Mozzarella frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
rjómaostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður.

Skref2

  • Skerið paprikuna, blómkálið og brokkolíið smátt niður.
  • Setjið 100 g íslenskt smjör á pönnu og steikið grænmetið í 10 mínútur.
  • Hellið rjóma yfir grænmetið og 200 g af rjómaosti.
  • Kryddið með salti og pipar og látið sjóða saman á vægum hita í 5 mínútur.
  • Skerið fiskinn í passlega stóra bita, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir fiskinn.
  • Í lokinn er Mozzarella osti stráð yfir allt saman.
  • Bakið í ofni á 180°C á blæstri í 25 mínútur.

Höfundur: Tinna Alavis