Menu
Ofnbakaður fiskur með papriku og chili

Ofnbakaður fiskur með papriku og chili

Frábær fiskréttur fyrir alla fjölskylduna.

Innihald

5 skammtar
þorskhnakkar
rauð paprika
hvítlauksgeirar
Rjómaostur með grillaðri papriku og chili
Rjómi frá Gott í matinn
Rifinn gratínostur frá Gott í matinn
salt og pipar
ólífuolía

Meðlæti:

hrísgrjón
graslaukur

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.

Skref2

  • Skolið og þerrið þorskhnakkana og raðið þeim í botninn á eldföstu móti.
  • Kryddið aðeins með salti og pipar.

Skref3

  • Skerið papriku í strimla og rífið niður hvítlaukinn.
  • Steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist og hellið þá rjóma og rjómaosti saman við.
  • Hrærið saman þar til rjómaosturinn er bráðinn.

Skref4

  • Hellið paprikusósunni yfir fiskinn í fatinu.
  • Rífið vel af osti yfir allt saman.
  • Bakið í um 30 mínútur í ofninum.

Skref5

  • Sjóðið hrísgrjón.
  • Berið fram með fiskinum ásamt söxuðum graslauk.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir