Aðferð
- Stillið ofninn á 180°.
- Olíuberið eldfast form. Leggið fiskinn í formið, saltið og piprið.
- Setjið parmesanostinn saman við tómatana og hellið yfir fiskinn.
- Hrærið saman sýrðum rjóma og 1 dl af mozzarellaostinum. Smyrjið yfir fiskinn. Sáldrið afganginum af ostinum ofan á. Bakið í 15-20 mínútur.
- Hellið baunum í sigti og skolið, látið renna vel af þeim. Steikið upp úr smá ólívuolíu á pönnu, þar til þær hitna í gegn. Maukið með gaffli og blandið sýrðum rjóma og pestói saman við. Smakkið til með salti og pipar. Gott er að skvetta smá ólívuolíu ofan á baunastöppuna og dreifa ferskri basilíku yfir áður en borið er fram.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir