Menu
Ofnbakaður ostaréttur með spínati og þistilhjörtum

Ofnbakaður ostaréttur með spínati og þistilhjörtum

Dásamlegur ostaréttur eða ostaídýfa sem upplagt er að bera fram með heimatilbúnu foccacia brauði eða aðkeyptu snittubrauði. Þistilhjörtun eru ótrúlega bragðgóð og passa fullkomlega í heita rétti.

Innihald

6 skammtar
Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
majónes
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
matreiðslurjómi eða rjómi frá Gott í matinn
niðursoðin þistilhjörtu
spínat, gróft saxað
vorlaukar
hvítlauksrif, marin
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð

  • Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi og rjóma.
  • Bætið öðrum hráefnum saman við en geymið örlítið af ostinum til að strá yfir réttinn í lokin.
  • Setjið í eldfast mót.
  • Stráið restinni af ostinum yfir.
  • Látið plastfilmu yfir formið og geymið í kæli, eða ofnbakið strax við 180° í 20-30 mínútur.
  • Berið fram með foccacia-brauði eða snittubrauði.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir