Þessi fiskréttur er dásamleg tilbreyting frá hversdagsleikanum. Alls ekki svo flókin uppskrift en lúxus brauðraspurinn og steiktu kartöflurnar fara vel saman og köld sósa og bakaður aspas smellpassa með þessum rétti.
Gott er að undirbúa kartöflurnar fyrstar af öllu og koma þeim á pönnuna áður en þið snúið ykkur að fiskinum því það getur tekið lúmskt langan tíma að fá þær til að steikjast vel í gegn með þessum hætti. Auðvitað mætti líka alveg setja þær í ofnskúffu en það kemur einstaklega stökk og góð húð á þær með þessum hætti svo ég mæli með að þið prófið.
bleikjuflök (3 stk.) | |
búnt ferskur aspas | |
brauðrasp | |
rifinn Goðdala Reykir ostur | |
saxað timian | |
söxuð steinselja | |
rifnir hvítlauksgeirar | |
brætt smjör | |
olía, salt og pipar | |
sítrónubátar |
stórar bökunarkartöflur | |
salt, pipar, hvítlauksduft, timian | |
ólífuolía |
18% sýrður rjómi frá Gott í matinn | |
safi úr 0,5 lime | |
saxaður kóríander | |
rifið hvítlauksrif |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir