Menu
Ofnbökuð ommeletta með kotasælu

Ofnbökuð ommeletta með kotasælu

Hér er einföld og sniðug uppskrift sem upplagt er að gera í hádeginu eða í kvöldmat. Það er hægt að leika sér með innihaldið sem sett er í bökuna, þú einfaldlega skerð niður þitt uppáhalds grænmeti eða sleppir því. Fljótlegt og þægilegt. 

Innihald

1 skammtar
tortilla kaka
egg
kotasæla
paprika eftir smek
vorlaukur eftir smekk
salt, pipar og hvítlauksduft

Aðferð

  • Setjið tortillu köku í skál sem má fara í ofn.
  • Það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina.
  • Setjið tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndið skál úr henni.
  • Hrærið saman tvö egg ásamt 100 g af kotasælu og setjið ofan í tortilla skálina.
  • Skerið niður grænmeti og setjið út, t.d. papriku og vorlauk.
  • Gott að krydda með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.
  • Hitað í ofni við 190 gráður í 30 mínútur.
Aðferð

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 22,6 g - Prótein: 30,9 g - Fita: 17,5 g - Trefjar: 1 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Ofnbökuð ommiletta.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga