Menu
Ofur einfalt spagettí og hvítlauksostabrauð

Ofur einfalt spagettí og hvítlauksostabrauð

Kvöldmaturinn þarf ekki alltaf að vera flókinn og þegar þig langar í eitthvað gott sem tekur lítinn tíma mælum við með þessu ofur einfalda spagettíi með þremur innihaldsefnum. Hvítlauksbrauðið setur svo punktinn yfir i-ið og smellpassar með!

Innihald

2 skammtar
spaghettí
kryddsmjör með hvítlaukskryddi frá MS
4 osta blanda frá Gott í matinn
nýmalaður svartur pipar og flögusalt
fersk steinselja (má sleppa)

Hvítlauksbrauð

baguette brauð, skorið í sneiðar
kryddsmjör með hvítlaukskryddi frá MS
4 osta blanda frá Gott í matinn

Spagettí

  • Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum, geymið vatnið.
  • Setjið 4 msk. af hvítlaukssmjörinu og 100 g af ostinum á pönnu og bræðið saman.
  • Hellið einum desilítra af pastavatni saman við og hrærið þar til samlagað. Smakkið til með salti og pipar.
  • Setjið spagettíið út á pönnuna og veltið upp úr ostasósunni.
  • Setjið restina af ostinum saman við og bætið 1/2 dl af pastavatni út á og veltið saman.

Hvítlauksbrauð

  • Hitið ofninn í 210°C grill.
  • Skerið brauðið skáhallt í sneiðar og smyrjið með kryddsmjöri með hvítlaukskryddi.
  • Stráið rifnum osti yfir og bakið í 5-7 mín.
  • Passið brauðið vel, það dökknar fljótt undir grillinu.

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal