Menu

Innihald

24 skammtar

Bollakökur:

340 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
12 tsk. salt
170 g smjör við stofuhita
375 g sykur
5 stk. eggjahvítur
2 12 tsk. vanilludropar
280 ml mjólk
24 stk. Oreo kexkökur

Oreo smjörkrem:

450 g smjör við stofuhita
50 ml. rjómi frá Gott í matinn
2 tsk. vanilludropar
1 kg. flórsykur
15 stk Oreo-kökur muldar vel niður, gott er að nota matvinnsluvél

Bollakökur

  • Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu 24 stykkjum bollakökuformum á ofnplötu.
  • Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í sér skál og setjið til hliðar.
  • Hrærið smjör þar til mjúkt og bætið svo sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið saman við eggjahvítunum, einni í einu og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.
  • Blandið hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni, gott er að setja smá af hvoru tveggja í einu og hræra vel á milli.
  • Setjið heila Oreo köku í botninn á hverju bollakökuformi og setjið svo deigið yfir, fyllið formið ekki meira en um 2/3. Þeir sem vilja hafa eitthvað óvænt inn í miðjunni á kökunni er sniðugt að setja mini-sykurpúða ofan í deigið og ýta niður. Bakið í um 20 mínútur.

Oreo smjörkrem

  • Hrærið smjör þangað til að það verður mjúkt og fínt.
  • Bætið við flórsykrinum smá og smá saman við og hrærið vel á milli.
  • Bætið smá og smá af rjómanum saman við.
  • Bætið vanilludropum saman við.
  • Myljið niður Oreo kexið í matvinnsluvél og blandið saman með sleif.
  • Sprautið kremi á kældar kökurnar og skreytið merð Oreo kexi.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir