Kleinuhringir
- Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið kleinuhringjaform að innan með smjöri eða matarolíu.
- Blandið saman eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum og hrærið vel saman.
- Setjið hveiti, kakó, sykur, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál og hrærið saman.
- Blandið öllu saman í eina skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Grófsaxið Oreo kexkökurnar og hrærið þeim saman við deigið.
- Setjið deigið í sprautupoka og sprautið deiginu í kleinuhringjaformið.
- Passið að fylla formin ekki nema um 2/3 því annars fer deigið upp fyrir brúnina á forminu.
- Bakið í 10 mínútur eða þar til tannstöngull kemur þurr upp úr kleinuhringjunum.
- Kælið kleinuhringina alveg áður en þið setjið kremið á.
Rjómaostakrem
- Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið þar til kremið verður silkimjúkt.
- Dýfið kleinuhringjunum ofan í kremið og skreytið með grófsöxuðu Oreo kexi.
- Best er að borða kleinuhringina strax, ef ekki þá þarf að geyma þá á loftþéttum stað, t.d. í boxi.
- Ef þið ætlið að bjóða þá fram daginn eftir er gott að baka kleinuhringina daginn áður, geyma þá t.d. inni í ofninum og setja kremið á samdægurs.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir