Menu

Innihald

12 skammtar

Botn

hafrakex
púðursykur
smjör, bráðið

Ostakaka

rjómi frá Gott í matinn
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
sykur
salt
sítrónusafi
vanillusykur
Oreo kex

Toppur

rjómi frá Gott í matinn
Oreo kex (3-4 stk)

Botn

  • Setjið smjörpappír í hringlaga form um 23 cm stórt.
  • Setjið hafrakex og púðursykur saman í matvinnsluvél og fínmalið.
  • Bræðið smjör, blandið því saman við og hrærið vel.
  • Setjið hafrakexblönduna ofan í formið og þrýstið vel ofan í botninn og upp á hliðar formsins.
  • Gott er að nota glas eða skeið.
  • Setjið í kæli á meðan þið undirbúið rjómaostablönduna.

Fylling

  • Hrærið rjómaost, sykur, salt, sítrónusafa og vanillusykur saman í skál þar til blandan verður slétt og mjúk og setjið til hliðar.
  • Þeytið rjómann þar til hann verður stífur og stendur.
  • Blandið rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna með sleif.
  • Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél, hakkið gróflega og blandið varlega saman við rjómaostablönduna.
  • Hellið rjómaostablöndunni ofan í formið og kælið í 5 klukkustundir.
  • Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á kökuna og skreytið með Oreo kexi.
  • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir