Menu
Oreo rice crispieskaka

Oreo rice crispieskaka

Innihald

12 skammtar

Kaka innihald

Rice crispies
Oreo kexkökur grófsaxaðar
smjör
dökkt súkkulaði
síróp

Súkkulaði ofan á kökun

dökkt súkkulaði
síróp
smjör
Brætt saman í potti yfir meðalháum hita þegar kakan er sett saman

Smjörkrem

smjör við stofuhita
flórsykur (500 g)
vanilludropar (eða það bragð sem þú vilt9
mjólk (2-4 msk)

Aðferð

  • Brætt saman í potti yfir meðalháum hita þegar kakan er sett saman.
  • Bræðið saman súkkulaði, smjör og síróp í potti yfir meðal háum hita og hrærið vel allan tímann.
  • Setjið Rice krispies og saxaðar oreo kexkökur í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Smyrjið tvö bökunarform að innan og þjappið Rice krispies blöndunni vel ofan í formin og kælið í lágmark 30 mín.

Krem

  • Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.
  • Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli.
  • Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni.
  • Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri.
  • Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið verður með fallega áferð. Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið.

Samsetning

  • Takið botnana úr formunum og setjið á disk, smyrjið smjörkreminu ofan á annan botninn og setjið þann seinni ofan á.
  • Það þarf ekki að setja allt kremið á milli botnanna og gaman er að eiga smá afgang til að skreyta kökuna af vild.
  •  Bræðið súkkulaðið saman í potti yfir meðalháum hita (sjá aðferð að ofan).
  • Passið að súkkulaðið sé ekki mjög heitt þegar því er hellt yfir kökuna svo það bráðni ekki. Hellið súkkulaðinu yfir kökuna og látið það leka niður hliðarnar.
  • Skreytið með sprinkles eða öðru skrauti af vild.
  • Hægt er að nýta restina af smjörkreminu til þess að skreyta kökuna, t.d. að skrifa nafn barnsins eða aldur þess á kökuna.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir