Menu
Ostabakki fyrir hrekkjavöku

Ostabakki fyrir hrekkjavöku

Halloween er framundan í lok Ostóber og því tilvalið að skella í hræðilegan ostabakka með öllum þínum uppáhalds ostum. Það má að sjálfsögðu leika sér með innihaldið en hér fyrir neðan er listi yfir það sem ég setti á þennan ostabakka.

Innihald

1 skammtar
Dala höfðingi
Dala Camembert
Dala hringur
mozzarellakúlur
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
Óðals Hávarður krydd
Marmari
nokkrar tegundir af kexi

Hugmyndir að skrauti:

Vínber, brómber, saltstangir, augu til skrauts (bökunardeild í matvörubúðum), ferskar döðlur, brætt súkkulaði, kiwi, sulta, ólífur, litlir tómatar, steinselja eða eitthvað annað grænt.

Skref1

  • Skerið toppinn/efsta lagið af Höfðingja og Camembert.
  • Skerið toppinn í mjóar ræmur og leggið ofan á ostinn eins og múmíu.
  • Í lokin eru tvö augu sett á ostinn. Ég setti smá sultu á Camembertinn þar sem munnur ætti að vera og skar ræmuna í oddhvassa bita fyrir tennur.

Skref2

  • Setjið sultu í miðjuna á Dala hringnum og skreytið með gervi kóngulóm.
  • Smyrjið rjómaostinum á brettið á víxlið, setjið smá sultudoppur ofan á og svo augu. Stingið saltstöngum í rjómaostinn rétt fyrir ofan augun til að mynda horn.
  • Takið steina úr nokkrum döðlum, skerið þær í tvennt og setjið hálfar döðlur á nokkur kex. Bræðið smá súkkulaði, setjið í lítinn nestispoka og klippið pínulítið gat á eitt hornið. Sprautið súkkulaði lappir á kexið líkt og fætur á pöddu. Þessi samblanda er mjög góð á bragðið og enn betri með osti.

Skref3

  • Hellið vatninu af mozzarella kúlunum, skerið ólífur og gerið smá gat í miðjuna á mozzarella kúlunum. Setjið enda af ólífu í miðjuna á mozzarella kúlu svo þær verði eins og augasteinar. Ég setti svo smá sultu ofan á.
  • Skolið ber, þerrið og límið augu á með bræddu súkkulaði.
  • Skerið nokkrar sneiðar af Marmara og Hávarði eru í kassa og búið til ostapinna með ólífum og litlum tómötum.

Skref4

  • Raðið öllu á bakka og fyllið upp með alls kyns kexi.
  • Skerið kiwi í víxl og notið sem skraut á bakkanum.
  • Ég setti smá auka sultu í litla skál í miðju bakkans.
  • Í lokin er alltaf fallegt að skreyta með einhverju grænu eða öðrum litum. Ég var með ferska steinselju sem ég raðaði á bakkann.
Skref 4

Höfundur: Helga Magga