Menu
Ostabakki með bökuðum Camembert

Ostabakki með bökuðum Camembert

Fallegur ostabakki sem gaman er að bera á borð fyrir gesti. Ofnbakaði Dala camembertinn slær örugglega í gegn. 

Innihald

1 skammtar

Ostabakki

Dala Camembert
Gullostur
Ljótur
Dala Kastali, hvítur
Primadonna
Pekanhnetur eftir smekk
Hunang eftir smekk
Fersk ber, t.d. hindber og bláber

Meðlæti

Ávextir, kex, sulta og álegg að eigin vali

Aðferð

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Takið ostinn úr kassanum og opnið filmuna, stráið söxuðum pekanhnetum yfir ostinn og bakið í ofni í 10 mínútur við 180 gráður.
  • Takið ostinn út úr ofninum og hellið hunangi yfir hneturnar og skreytið með ferskum berjum eftir smekk, t.d. hindberjum og bláberjum.
  • Raðið ostunum á ostabakka.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir