Menu
Ostabakki með rjómaostarúllu

Ostabakki með rjómaostarúllu

Ostabakkar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þá er sértaklega skemmtilegt að blanda saman alls konar, stökku, mjúku, söltu og sætu. Dóri sterki upprúllaður, er alveg svakalega góður ostur og Gouda 12+ frá Ostakjallaranum er fullkominn fyrir þau sem vilja bragðmeiri Gouda ost. Rjómaostarúllan er setur svo punktinn yfir i-ið!

Innihald

1 skammtar

Ostabakki

Dala hringur
Goðdala Grettir
Sterkur Gouda 12+ frá Ostakjallaranum eða Óðals Gouda sterkur, skorinn í teninga
Kría ostakurl frá Ostakjallaranum
Dóri sterki, upprúllaður
Hráskinka
Salami pysla
Chili sulta
Vínber
Kex
Hindber
Bláber
Lakkrísdöðlur
Dökk súkkulaði

Rjómaostarúlla

rjómaostur með graslauk og lauk
beikonsneiðar
vorlaukur
Orri ostakurl frá Ostakjallaranum

Aðferð

  • Hér til hliðar kemur upptalning á því sem þið finnið á bakkanum en svo er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða þegar kemur að því að setja svona bakka saman. Það gilda engar reglur þegar kemur að ostabakkagerð og um að gera að velja það sem ykkur þykir gott og passa vel saman og svo má auðvitað stækka og minnka bakkann eftir þörfum.

Rjómaostarúlla

  • Steikið beikonið þar til það verður stökkt og saxið smátt niður.
  • Blandið beikoninu saman við rjómaostinn með skeið, setjið blönduna á plastfilmu og mótið nokkurs konar rúllu/breiða pylsu úr henni.
  • Plastið, setjið á disk og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  • Saxið vorlaukinn smátt og myljið ostakurlið aðeins niður, blandið þessu saman á disk.
  • Takið næst rjómaostarúlluna úr plastinu og veltið upp úr ostakurlinu, geymið í kæli þar til bera á ostarúlluna fram með góðu kexi eða brauði.
Rjómaostarúlla

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir