Menu
Ostabox fyrir veisluna

Ostabox fyrir veisluna

Það er frábær lausn fyrir veisluna að bjóða upp á einstaklings ostabox og síðan er bara svo fallegt að raða þeim upp á veisluborðið. Það má setja hvað sem hugurinn girnist í boxin en Hávarður krydd er ostur sem passar með öllu svo ég valdi að hafa hann hér í aðalhlutverki. Það má leika sér að vild með innihald boxanna en hér til hliðar sést hvað ég setti í þau.

Innihald

10 skammtar
Óðals Hávarður krydd
Dala Auður
jarðarber (1-2 í hvert box)
kexstangir
salami (hálf sneið í hvert box)
pretzel súkkulaði
súkkulaðihjúpaðar hnetur/ber
vínber
rifsber
brómber
pistasíuhnetur
annað kex
rósmarín og/eða blom
ostapinnar

Aðferð

  • Skerið Hávarð krydd niður í litla teninga og raðið á ostapinna ásamt vínberjum, salami eða öðru sem hugurinn girnist.
  • Skerið Dala Auði í sneiðar og raðið síðan öllu saman í boxin eins og ykkur þykir fallegast.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir