Æðislega góðar ostabrauðstangir sem fljótlegt er að gera. Góðar með pizzunni eða bara einar og sér.
Brauðstangirnar eru góðar með pizzasósu, og gott er að rífa parmesan ost yfir sósuna.
pizzadeig, eða heimatilbúið pizzadeig sem passar í skúffu | |
rifinn cheddar ostur frá gott í matinn | |
rjómaostur með graslauk og lauk | |
olía | |
hvítlauksgeirar (3-4) | |
salt | |
óreganó |
Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir