Hamborgarar
- Blandið worchester og ólífuolíu vel saman við hakkið.
- Skiptið blöndunni jafnt niður í 4 hluta.
- Takið hvern hluta og skiptið svo í tvennt.
- Leggið þykka sneið af Mexíkóostinum á hakkið og leggið svo annan hakk hluta ofan á, fletjið út og mótið í hamborgara þannig að osturinn sé í miðjunni á hverjum borgara.
- Kryddið vel með salti og pipar og grillið á vel heitu grilli þar til eldaðir í gegn.
- Stráið rifnum osti ofan á hvern borgara rétt áður en þið takið þá að grillinu og leyfið aðeins að bráðna.
Fersk salsasósa
- Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað/púlsað þannig að útkoman verði frekar gróf salsa sósa. Ekki mauka of lengi.
- Smakkið til með salti og sigtið aðeins af vökvanum frá áður en salsa sósan er borin fram.
- Geymist í ísskáp í 2-3 daga.
Samsetning
- Berið hamborgana fram með hamborgarabrauðum, salsa sósunni, tortilla flögum, sýrðum rjóma, lauksneiðum, salati, avocado og tómatsneiðum.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir