Menu
Ostaídýfa í jólabúningi

Ostaídýfa í jólabúningi

Það er alltaf rúm fyrir nýjar hugmyndir að ostaídýfum og öllu sem viðkemur fallega fram bornum ostum. Þessi er sérlega hátíðleg og fer vel á borði sem og í munni. Hún er sæt og krydduð í senn á móti mjúkri ostablöndunni.

Innihald

1 skammtar
beikonsneiðar, skornar í bita
ferskt rósmarín, fínt saxað
púðursykur
hunang
cayenne pipar
döðlur, skornar í litla bita
smurostur með camembert
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
ólífuolía
sjávarsalt

Skref1

  • Hitið ofn í 220 gráður.
  • Steikið beikonbitana á þurri pönnu þar til þeir fara að dökkna.
  • Hrærið saman beikonbitunum, 1 msk. rósmarín, púðursykri, 1 msk. hunang, ½ tsk. caeynne-pipar og döðlum. Blandið öllu vel saman og stingið í heitan ofn í 8-10 mínútur eða þar til beikonið er orðið fulleldað, að ykkar smekk, og sætan farin að bubbla vel.

Skref2

  • Hrærið saman í matvinnsluvél smurosti, rjómaosti, 2 msk. af ólífuolíu og salti þar til úr verður mjúk blanda.
  • Hrærið saman í litla skál 1 msk. af rósmarín, 5 msk. af hunangi, ½ tsk. af cayenne-pipar, 3 msk. af ólífuolíu og smá salti.

Skref3

  • Setjið ostaídýfuna í skál sem er falleg á borði.
  • Dreifið beikonblöndunni jafnt yfir ostinn og dreypið hunangsblöndunni yfir.
  • Berið fram með bagettu, stökkum brauðsneiðum, kexi eða hverju sem hugurinn girnist.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir