Aðferð
- Hitið ofninn í 170 °C.
- Myljið haustkex, sykur og kókos vel í matvinnsluvél.
- Bætið egginu saman við og blandið vel við mylsnuna.
- Þrýstið mylsnunni í botninn á formi, gott er að láta botninn ná örlítið upp á kantana í forminu (smelluformi eða ferköntuðu ,,browniesformi“) og bakið botninn í um 6-8 mínútur.
- Látið kólna.
- Þeytið rjómaostinn mjög vel saman við sykurinn þar til myndast hefur krem.
- Bætið við salti og sýrðum rjóma og þeytið áfram.
- Bætið eggjum við, einu í einu og þeytið vel á milli.
- Hellið fyllinguna í formið.
- Bræðið after eight plöturnar í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.
- Notið skeið og dreifið súkkulaðinu yfir fyllinguna.
- Bakið í um 60 mínútur.
- Látið kökuna kólna vel áður en hún er skreytt með t.d. ferskum ávöxtum og auðvitað nokkrum after eight plötum.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal