Menu
Ostakökubitar með hnetusmjöri og súkkulaði

Ostakökubitar með hnetusmjöri og súkkulaði

Því verður ekki lýst með orðum hvað þessir ostakökubitar eru ljúffengir. Ef þú ert meðal þeirra sem stenst ekki þegar hnetusmjöri og súkkulaði er blandað saman er hér á ferðinni hinn fullkomni sæti biti fyrir þig. Dásamdina er ótrúlega auðvelt að útbúa og það þarf ekki mörg hráefni.

Þessir bitar eru algert konfekt og maður borðar ekkert mikið af þeim í einu en stórkostlegir eru þeir!

Innihald

1 skammtar

Botn

Oreo kexkökur, muldar smátt
ósaltað smjör, brætt

Ostakökufylling

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
hnetusmjör (mjúkt/creamy)
flórsykur
vanillukorn
matarlímsblöð (ef vill, lögð í bleyti í kalt vatn í 5 mín.)

Súkkulaðitoppur

mjólkursúkkulaði
dökkt súkkulaði
bragðlaus kókosolía

Botn

  • Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið smátt.
  • Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
  • Setjið bökunarpappír í ferkantað form 20x20cm.
  • Þjappið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í kæli.

Ostakökufylling

  • Þeytið rjómaostinn og hnetusmjörið saman.
  • Bætið flórsykrinum saman við ásamt vanillunni.
  • Þeytið áfram þar til blandan verður létt í sér.
  • Ef þið viljið gera hana aðeins fastari í sér má bræða 4 matarlímsblöð með smávegis vatni og setja út í ostakökublönduna alveg í lokin.
  • Smyrjið ostablöndunni yfir kexbotninn og sléttið úr með spaða eða skeið. Setjið aftur í kæli og kælið í 2-3 tíma.

Súkkulaðitoppur

  • Bræðið mjólkursúkkulaðið með 1 tsk. af kókosolíu og smyrjið yfir ostakökuna.
  • Ef þið viljið má bræða 25 g af dökku súkkulaði með smávegis kókosolíu og setja yfir mjólkursúkkulaðið. Notið prjón til þess að draga dökka súkkulaðið til.
  • Setjið í kæli.
  • Þegar bera á kökuna fram verður hún að vera ísköld þar sem fyllingin er frekar mjúk í sér, nema ef matarlímið er notað þá verður hún aðeins fastari í sér.
Súkkulaðitoppur

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal